Blásið til sóknar – viðtal
{{brizy_dc_image_alt entityId=

„Nú erum við að fara af stað í þessa uppbyggingu af krafti og erum á lokametrum aðalskipulags sem að tekur að óbreyttu gildi í kringum næstu mánaðamót. Í kjölfarið förum við af stað í gerð deiliskipulags fyrir svæðið og viljum gjarnan fá öfluga aðila að borðinu sem sjá fyrir sér að byggja upp sína atvinnustarfsemi til framtíðar á svæðinu. Þannig gefst þeim sem fyrst koma að borðinu kostur á að taka þátt í mótun svæðisins.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Guðrúnu P. Ólafsdóttur bæjarstjóra Voga sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag.

Fjölbreyttur iðnaður og stórskipahöfn á 180 hektara svæði
Í lok október á síðasta ári samþykkti bæjarstjórn nýtt aðalskipulag sem gildir til ársins 2040. Er Keilisnes svæðið stækkað frá fyrra aðalskipulagi úr 100 hekturum í 180 hektara. Er þar gert ráð fyrir fjölbreyttum iðnaði ásamt stórskipahöfn líkt gert hefur verið í fyrra svæðis- og aðalskipulagi. Stækkun svæðisins er til marks um metnaðarfull áform um öfluga uppbyggingu á þessu vel staðsetta svæði.

Áhersla á atvinnuuppbyggingu
Atvinnuuppbygging á Keilisnesi er eitt helsta áherslumál í starfsemi sveitarfélagsins á næstu misserum. Mikill áhugi hefur verið á svæðinu um nokkuð skeið enda er Keilisnes vel staðsett og landgæði góð fyrir fjölbreytta starfsemi. Við hvetjum ykkur til þess að vera í sambandi ef spurningar vakna um áformin. Þá er í undirbúningi íbúafundur og kynningarfundir um fyrirhugaða uppbyggingu þar sem færi gefst til að kynna sér málið betur.

Góðar upplýsingar um svæðið
Við leggjum áherslu á að hafa sem bestar upplýsingar aðgengilegar um svæðið. Munu frekari upplýsingar og gögn m.a. birtast hér á vefsvæði verkefnisins eftir því sem fram vindur.

Scroll to Top